Körfubolti: Karlalið Þórs úr leik í bikarnum

Þórsarar eru úr leik í VÍS bikarkeppni karla eftir tap gegn Haukum í dag, 77-105.

Eftir stutt frí frá útileik gegn Fjölni í 1. deild karla á föstudagskvöld var strax aftur komið að leik hjá okkar mönnum þegar þeir tóku á móti úrvalsdeildarliði Hauka í 32ja liða úrslitum VÍS bikarsins síðdegis í gær.

Þórsarar byrjuðu betur, komust í 7-0 áður en fyrst karfa gestanna leit dagsins ljós. Forystan hélt fram undir lok fyrsta leikhluta þegar Haukar fóru að hitta betur, skoruðu sjö stig í röð og breyttu stöðunni úr 17-14 í 17-21. Þeir héldu uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og skoruðu fyrstu tíu stigin og sigu hægt og bítandi fram úr, staðan orðin 30-51 þegar fyrri hálfleik lauk.

Munurinn varð mestur 34 stig þegar leið á fjórða leikhluta, en Þórsarar náðu að minnka hann niður í 28 stig áður en yfir lauk.

Þór - Haukar (17-21) (13-30) 30-51 (21-27) (26-27) 77-105

Mörk/fráköst/stoðsendingar
Þór
Reynir Róbertsson 19/6/3, Smári Jónsson 12/2/5, Jason Gigliotti 11/11, Andri Már Jóhannesson 11/2/1, Róbert Orri Heiðmarsson 10/3/1, Sigurjón Guðgeirsson Hjarðar 8/5, Kolbeinn Fannar Gíslason 6/3/1. Jón Böðvarsson tók tvö fráköst og átti tvær stoðsendingar og Viktor Árnason tók eitt frákast og átti eina stoðsendingu.

Haukar
Osku Heinonen 26/4, Daníel Ágúst Halldórsson 15/2/6, Hugi Hallgrímsson 9/8/1, Tóms Orri Hjálmarsson 9/3, David Okeke 8/3/1, Hilmir Arnarson 7/5, Jalen Moore 7/4/7, Breki Gylfason 7/2/2, Sigvaldi Eggertsson 6/6/9, Ville Tahvanainen 5/2/1, Kristófer Björgvinsson 4/2/2, Frosti Valgarðsson 2/1/1.

Ítarleg tölfræði leiksins (kki.is)

Næsti leikur karlaliðsins er heimaleikur gegn Selfyssingum föstudaginn 27. október, en kvennaliðið fer í Kópavoginn og mætir Breiðabliki þriðjudaginn 24. Október.

  • Deild: 1. deild karla
  • Leikur: Þór - Selfoss
  • Staður: Íþróttahöllin á Akureyri
  • Dagur: Föstudagur 27. október
  • Tími: 19:15

  • Deild: Subway-deild kvenna
  • Leikur: Breiðablik - Þór
  • Staður: Smárinn
  • Dagur: Þriðjudagur 24. október
  • Tími: 19:15