Körfubolti: Komast okkar menn áfram í kvöld?

Reynir Róbertsson hefur verið drjúgur í leikjum liðsins í vetur. Mynd: Páll Jóhannesson.
Reynir Róbertsson hefur verið drjúgur í leikjum liðsins í vetur. Mynd: Páll Jóhannesson.

Þórsarar eru á leið í Borgarnes þar sem þeir mæta liði Skallagríms í fjórða leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta. 

Það má sannarlega búast við jöfnum og spennandi leik og hefur ritstjóri thorsport.is nú þegar spáð því að framlengingu þurfi til að knýja fram úrslit í kvöld. Fyrstu tveir leikir liðanna í einvíginu unnust nefnilega á útivelli með tveggja stiga mun og síðan unnu Þórsarar eins stigs sigur í þriðja leiknum á heimavelli á laugardagskvöldið. Þórsarar eru því yfir í einvíginu, 2-1. Sigur í kvöld myndi þýða sæti í undanúrslitunum, en vinni Skallagrímur verður oddaleikur á Akureyri laugardaginn 20. apríl kl. 19:15.

Leikurinn verður sýndur beint á veo-live rás Skallagríms. Til að horfa þarf að hlaða niður appi í símann og skrá sig inn, en kostar ekki neitt.