Körfubolti: Sjö stiga tap gegn Þrótti Vogum

Þórsarar mættu liði Þróttar úr Vogum í Sandgerði í gærkvöld og máttu játa sig sigraða eftir að hafa komist í ágæta stöðu, yfir tíu stiga mun, bæði í fyrri og seinni hálfleik.

Þórsarar höfðu forystu frá miðjum fyrsta leikhluta og var forskotið mest 14 stig þegar leið að lokum fyrri hálfleiks, en það forskot hvarf og gott betur á lokamínútum fyrri hálfleiks og upphafsmínútum þess seinni. Heimamenn voru komnir með fjögurra stiga forskot um miðjan þriðja leikhluta, en aftur sigu okkar menn fram úr, komust 11 stigum yfir.

Þróttarar jöfnuðu aftur, komust yfir og unnu að lokum með sjö stiga mun, 103-96, sem reyndist mesta forysta sem Þróttarar náðu í leiknum. Þórsarar höfðu átta stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann, en heimamenn unnu hann með 15 stiga mun.

Þróttur - Þór (24-31) (27-26) 51-57 (23-25) (29-14) 103-96

Stig/fráköst/stoðsendingar

Jason Gigliotti 26/11/2, Harrison Butler 20/7/3, Reynir Róbertsson 20/6/2, Smári Jónsson 12/8/6, Andri Már Jóhannesson 9/2, Michael Walcott 5/5/3, Róbert Orri Heiðmarsson 4/5 .

Þórsarar eru í 9. sæti deildarinnar, hafa unnið tvo leiki. Snæfell er í sætinu fyrir ofan og Selfyssingar fyrir neðan, en bæði þessi lið hafa einnig unnið tvo leiki. Neðstir eru Hrunamenn og Ármann, bæði lið með einn sigur.

Ítarleg tölfræði leiksins (kki.is)

Þórsarar eiga aftur útileik í næstu umferð, en þá mæta þeir Ármenningum í Laugardalshöllinni.

  • Deild: 1. deild karla
  • Leikur: Ármann - Þór
  • Staður: Laugardalshöll
  • Dagur: Föstudagur 1. desember
  • Tími: 19:15