Körfubolti: Skjálftinn okkar megin, sigurinn Grindvíkinga

Grindvíkingar sigruðu Þór í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag með 30 stiga mun. Við óvenjulegar og undarlegar aðstæður náðu Þórsstelpurnar ekki að sýna sitt rétta andlit nema á stuttum köflum í leiknum og það er ekki nóg gegn góðu liði eins og Grindavíkurliðið er.

Óhætt er að taka undir orð Daníels Andra Halldórssonar, þjálfara Þórs, í viðtali við Stöð 2 sport eftir leik að stemningin virðist hafa verið yfirþyrmandi fyrir leikmenn Þórs á meðan Grindvíkingar náðu að láta erfiðar ytri aðstæður hvetja sig til dáða.

Grindvíkingar höfðu 18 stiga forskot eftir fyrri hálfleikinn. Á stuttum kafla í upphafi seinni hálfleiks náðu Þórsstelpurnar að minnka muninn í átta stig, en Grindvíkingar tóku það fljótlega til baka aftur og unnu örugglega.

Grindavík - Þór (25-17) (16-6) 41-23 (25-18) (27-22) 93-63

Helstu tölur (smellið á myndina til að skoða ítarlegri tölfræði)

Stig/fráköst/stoðsendingar

Grindavík
Danielle Rodriguez 24/12/7, Hekla Nökkvadóttir 20/5/8, Hulda Björk Ólafsdóttir 16/5/1, Eve Braslis 15/9/1, Ólöf Óladóttir 10/2, Jenný Kjartansdóttir 3/2, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 3/1, Ólöf María Bergvinsdóttir 2, Alexandra Sverrisdóttir 0/10/4, Elín Bjarnadóttir 0/1/0.

Þór
Lore Devos 23/10/1, Maddie Sutton 19/16/4, Eva Wium Elíasdóttir 10/3/5, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 6/4, Jovanka Ljubetic 5/6/2, Heiða Hlín Björnsdóttir, Karen Lind Helgadóttir og Valborg Elva Bragadóttir tóku eitt frákast hver.

Næsti leikur Þórs er strax á þriðjudagskvöld þegar Keflvíkingar koma norður.

  • Deild: Subway-deild kvenna
  • Leikur: Þór - Keflavík
  • Staður: Íþróttahöllin á Akureyri
  • Dagur: Þriðjudagur 21. nóvember
  • Tími: 18:15