Körfubolti: Slysaendir á skemmtilegu tímabili

Oft er hart barist undir körfunni og Jason Gigliotti hefur reynst Þórsurum öflugur í þeirri baráttu …
Oft er hart barist undir körfunni og Jason Gigliotti hefur reynst Þórsurum öflugur í þeirri baráttu í vetur. Hann var hins vegar svo óheppinn að meiðast á æfingu í vikunni og gat því ekki verið með gegn ÍR í gær. Mynd: Páll Jóhannesson.

Karlalið Þórs í körfubolta er komið í sumarfrí eftir 0-3 ósigur fyrir ÍR-ingum í undanúrslitum 1. deildar. Jason Gigliotti nef- og handarbrotnaði á æfingu í vikunni og var ekki með í gærkvöld.

Þórsarar áttu lítinn möguleika gegn ÍR-ingum án síns stærsta og sterkasta manns, en eins og margoft hefur sannast í vetur hefur hann verið mjög öflugur í fráköstum, auk þess að skora vel að jafnaði. Um leikinn þarf ekki að fjölyrða.

ÍR - Þór (22-13) (30-12) 52-25 (32-14) (33-23) 117-62

Stig/fráköst/stoðsendingr: Harrison Butler 13/12/4, Róbert Orri Heiðmarsson 11/5/3, Reynir Róbertsson 11/5/2, Smári Jónsson 10/4/1, Baldur Örn Jóhannesson 8/10/2, Andri Már Jóhannesson 4/2/0, Páll Nóel Hjálmarsson 3/2/0, Arngrímur Alfreðsson 2/0/0.

Þrátt fyrir þennan slysalega endi sem er auðvitað verstur fyrir Jason Gigliotti sjálfan getur liðið og körfuknattleiksdeildin litið með stolti yfir tímabilið. Liðið endaði í 5. sæti af 12 liðum í deildarkeppninni, vann Skallagrím í oddaleik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, en varð svo að játa sig sigra gegn sterkari andstæðingi í undanúrslitum.