Körfubolti: Þór mætir Breiðabliki á útivelli

Sjötta umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum. Þar á meðal er heimsókn Þórsara í Kópavoginn þar sem stelpurnar okkar mæta liði Breiðabliks.

Þór hefur fyrir leikinn í dag unnið tvo leiki af fimm eins og Fjölnir og Stjarnan, en Breiðablik vermir botnsætið með Snæfelli, en bæði liðin eru án sigurs. Leikur Breiðabliks og Þórs fer fram í Smáranum og hefst kl. 19:15. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

  • Deild: Subway-deild kvenna
  • Leikur: Breiðablik - Þór
  • Staður: Smárinn
  • Dagur: Þriðjudagur 24. Október
  • Tími: 19:15
  • Útsending: Stöð 2 sport