Körfubolti: Þór tekur á móti Haukum í kvöld

Það er komið að 7. umferð Subway-deildar kvenna og heimaleikur hjá okkar konum. Þór tekur á móti liði Hauka í Íþróttahöllinni og hefst leikurinn kl. 18:15.

Liðin eru jöfn eftir sex umferðir, bæði með þrjá sigra og þrjú töp. Búast má við hörkuleik í Höllinni í kvöld. Haukar hafa unnið Snæfell, Val og Breiðablik, en tapað á móti Njarðvík, Keflavík og Grindavík.

Þór hefur sigrað Stjörnuna, Snæfell og Breiðablik, en beðið ósigur á móti Fjölni, Val og NjarðvíkHaukar hafa tapað tveimur síðustu leikjum sínum og vilja örugglega snúa genginu við þegar þær mæta norður. Þórsliðið hefur fengið góðan stuðning og stemningu í Höllina hingað til og gæti skipt sköpum í kvöld hversu líflegir stuðningsmennirnir verða í stúkunni.

Fyrir þau sem ekki komast á leikinn er bent á að hann verður í beinni á Þór TV. Smellið á myndina hér að neðan til að fara inn á útsendingarsíðuna.