Körfubolti: Þórsarar fara í Laugardalshöllina

Þór og Ármann mætast í 9. umferð 1. deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllini og hefst kl. 19:15.

Þórsurum hefur gengið brösulega á útivöllum og ekki enn náð að vinna útileik, en hafa í nokkur skipti verið í ágætri stöðu sem ekki náðist að nýta og fylgja eftir til leiksloka og landa sigri. Liðið hefur unnið tvo leiki af átta, báða á heimavelli. Ármenningar eru í svipaðri stöðu, hefa ekki unnið leik á útivelli, en þeir verma botnsæti deildarinnar með einn sigur, sem kom gegn Snæfelli í 5. umferðinni. Ármenningar töpuðu fyrir Skagamönnum með 27 stiga mun í síðustu umferð á meðan Þórsarar töpuðu með sjö stiga mun fyrir Þrótti Vogum.

Ármenningar hafa streymt tveimur heimaleikjum sínum það sem af er keppnistímabili, en heimasíðuritara er ekki kunnugt um hvort sú verður raunin í kvöld þegar þeir taka á móti okkar mönnum.

Ármann karfa - YouTube-rás.

  • Mót: 1. deild karla
  • Leikur: Ármann - Þór
  • Staður: Laugardalshöll
  • Dagur: Föstudagur 1. desember
  • Tími: Kl. 19:15