Körfubolti: Þórsarar taka á móti Selfyssingum

Fjórða umferð 1. Deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld. Þórsarar taka á móti Selfyssingum í Íþróttahöllinni á Akureyri og hefst leikurinn kl. 19:15.

Fyrir leikinn eru Þórsarar án sigurs úr þremur fyrstu leikjunum, en Selfyssingar hafa unnið einn af þremur. Leiknum verður streymt á Þór TV, en betri leið til að njóta kvöldsins er auðvitað að mæta í Höllina og hvetja okkar menn til sigurs.

  • Deild: 1. deild karla
  • Leikur: Þór - Selfoss
  • Staður: Íþróttahöllin á Akureyri
  • Dagur: Föstudagur 27. október
  • Tími: 19:15
  • Útsending: Þór TV