Kristján Atli í Þór

Kristján Atli í leik með Aftureldingu. Mynd: Hafliði Breiðfjörð / Fótbolti.net
Kristján Atli í leik með Aftureldingu. Mynd: Hafliði Breiðfjörð / Fótbolti.net

Kristján Atli Marteinsson er genginn til liðs við Þór og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar.

Kristján Atli er 26 ára gamall miðjumaður sem lék með Kórdrengjum síðasta sumar en eftir að hafa farið í gegnum yngri flokka HK hefur Kristján Atli leikið með Fjarðabyggð, Selfoss, Magna og Aftureldingu í meistaraflokki og leikið alls 165 leiki í öllum keppnum, flesta í B-deild eða 72 leiki.

Kristján hefur skorað 10 mörk á meistaraflokksferli sínum.

Við bjóðum Kristján Atla hjartanlega velkominn í Þorpið.

Næsti leikur Þórs er þegar Lengjubikarinn hefst með heimaleik gegn Keflavík þann 12.febrúar næstkomandi.