Leikir helgarinnar - rafíþróttir, handbolti, körfubolti, fótbolti

Næstu daga verður nóg í boði fyrir Þórsara sem vilja fylgjast með sínu fólki, ýmist á heimavelli eða þá í beinu streymi eða sjónvarpsútsendingum frá viðureignum sunnan heiða.

Í kvöld er á dagskrá viðureign Þórsara og Lava í Ljósleiðaradeildinni, en þessi lið eru í 5. og 3. sæti deildarinnar fyrir viðureignir kvöldsins. Rafíþróttir eru í beinni á Stöð 2 esport og á Twitch.

Eins og mörg önnur föstudagskvöld eru karlaliðin okkar í handbolta og körfubolta í eldlínunni. Að þessu sinni er það handbolti á heimavelli, í Íþróttahöllinni, þegar ungmennalið Selfoss kemur í heimsókn. Handboltaunnendur hafa verið duglegir að mæta á Þórsleikina í vetur og verður svo væntanlega áfram, einhver spenna í loftinu núna við þjálfaraskipti og vonandi að það gefi liðiniu byr undir báða vængi. Gengi strákanna í körfuboltanum hefur valdið vonbrigðum og enn hefur fyrsti sigur vetrarins ekki litið dagsins ljós. Við erum Þórsarar og gefumst aldrei upp, það vitum við öll, og enn er langt eftir af mótinu. Strákarnir fara á Skagann og mæta ÍA á föstudagskvöldið.

Stelpurnar eiga svo laugardaginn, körfubolti og handbolti á dagskrá syðra. Þórsliðið í körfunni fer til Þorlákshafnar og mætir liði Hamars/Þórs kl. 16 á laugardag, vonandi í beinni á YouTube rás nafna okkar í Þorlákshöfn, en handboltastelpurnar í KA/Þór fara í Hafnarfjörðinn og mæta Haukum á Ásvöllum á sama tíma, í beinni útsendingu á Stöð 2. Báðir laugardagsleikirnir auðvitað mikilvægir, en kannski af mismunandi ástæðum. Þórsliðið í körfuboltanum er í toppbaráttu 1. deildar, situr í 3. sætinu eins og er, og þar er hver sigur dýrmætur. Handboltastelpurnar eru í baráttu í neðri hluta Olís-deildarinnar og þar má ekkert út af bregða, svo jöfn eru fjögur neðstu liðin. KA/Þór og Haukar eru þar jöfn með fjögur stig, eins og Selfoss, en neðsta sætið vermir HK með tvö stig. Nóg eftir af deildinni, en hvert stig engu að síður gríðarlega mikilvægt, ekki síst þegar leikið er gegn liðum á svipuðum stað í töflunni.

Leikir helgarinnar:

Fimmtudagur 1. desember
Rafíþróttir kl. 19:30 - Ljósleiðaradeildin
Lava – Þór 
Twitch TV og Stöð 2 esport

Föstudagur 2. desember
Íþróttahöllin kl. 19:30 – Grill 66 deildin - handbolti
Þór – Selfoss U
Þór TV

Akranes, Vesturgata kl. 19:15 – 1. deild karla – körfubolti
ÍA – Þór
ÍA TV á YouTube

Laugardagur 3. desember
Þorlákshöfn kl. 16:00 – 1. deild kvenna – körfubolti
Hamar/Þór Þ. – Þór
YouTube?

Ásvellir kl. 16:00 – Olís deild kvenna – handbolti
Haukar – KA/Þór
Stöð 2 sport.

Að sjálfsögðu eru svo einnig á dagskrá leikir í yngri flokkum. Listinn hér að neðan birtur með fyrirvara ef breytingar kunna að hafa verið gerðar og voru ekki komnar inn á hsi.is og kki.is þegar þessi frétt var skrifuð.

Auk handbolta og körfubolta verða yngstu iðkendur fótboltans í sviðsljósinu í Boganum á laugardag þar sem fram fer Stefnumót sem er stutt dagsmót fyrir iðkendur í 6., 7. og 8.flokki og verður því fótbolti í Boganum frá morgni til kvölds á laugardag þar sem yfir 100 Þórsarar munu leika listir sínar.

Laugardagur 3. desember
Handbolti - Síðuskóli kl. 13:30 - 4. fl. kk, yngri 2. deild: Þór - ÍR
Handbolti - Íþróttahöllin kl. 16:00 - 3. fl. kk, 3. deild: Þór - ÍR2
Körfubolti - Glerárskóli kl. 15:00 - 10. fl. dr.: Þór – Breiðablik b
Fótbolti - Boginn kl. 09:15-17:50 - Stefnumót 6.-8. flokks.

Sunnudagur 4. desember
Körfubolti - Glerárskóli kl. 12:00 - 10. fl. dr.: Þór - Breiðablik b
Körfubolti - Glerárskóli kl. 13:45 - 9. fl. dr.: Þór - Ármann
Handbolti - Kórinn kl. 16:30 - 4. fl. kvk, bikarkeppni: HK - KA/Þór

 

Fimmtudagur 1. desember

Fösdutdagur 2. desember: