Leikur kattarins að músinni

Vaka Jónsdóttir hleður í þrist sem steinlá
Vaka Jónsdóttir hleður í þrist sem steinlá

Leikur Kattarins að músinni

Þór tók í kvöld á móti Tindastóli í 1. deild kvenna í körfubolta í leik sem fram fór í íþróttahöllinni. Þessi lið höfðu mæst í tvígang í vetur og Þór hafði öruggan sigur í báðum viðureignunum. Áhorfendur sem voru fjölmargir eða um 110 talsins vonuðust til að leikur liðanna yrði jafn og spennandi enda mikið undir.

En sannast sagna var þessi leikur aldrei spennandi nema kannski fyrstu 3 mínútur leiksins. Þá hreinlega stakk Þórsliðið af og þegar um þrjár mínútur lifðu fyrsta leikhluta var í raun úrslit leiksins ráðin, staða þá var 26:6. Þór vann leikhlutann 27:10.

Stelpurnar okkar hertu tökin enn betur í öðrum leikhluta sem vannst 30:13 og Þór leiddi með 34 stigum í hálfleik 57:23.

Í fyrri hálfleik var Maddie komin með 17 stig, Hrefna 14 og Heiða Hlin13 alls skorðu sjö leikmenn Þórs í fyrri hálfleik.

Hjá Tindastóli komust 4 leikmenn á blað Jayla með 10 stig Emese 8, Klara 3 og Eva 2.

Þórsarar slökuðu heldur á klónni í þriðja leikhluta sem var jafn en gestirnir unnu hann með einu stigi 20:21.

Danni þjálfari keyrði vel á öllum leikmönnum í fjórða leikhlutanum sem Þór vann næsta örugglega 25:12. Flæðið í leik liðsins var til fyrirmyndar sem sést vel á því að alls skoruðu ellefu leikmenn Þórs í kvöld.

Stigahæst leikmanna Þórs var Maddie með 22 stig og hún tók 17 fráköst og var með 6 stoðsendingar. Hrefna var með 19 stig og Heiða Hlín 17. Þá voru þær Tuba og Emma Karólína með 10 stig hvor, Eva Wium 8 stig, Vaka 6, Karen Lind og Valborg 3 stig hvor, Rut Herner og Katrín Eva 2 stig hvor.

Í liði Tindastóls var Jayla Johnson með 28 stig, Emese Vida 10, Klara Sólveig 8, Eva Rún 4, Nína Karen 3, Ingigerður Sól 2 og Rebekka Hólm 1.

Nánari tölfræði:

Gangur leiks eftir leikhlutum: 27:10 / 30:13 (57:23) 20:21 / 25:12 = 102:56

Eftir leikinn er Þór sem fyrr í öðru sæti deildarinnar með 26 stig líkt og Snæfell en Stjarnan trónir á toppnum með 30 stig.

Staðan:

Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn b liði Breiðabliks og fer sá leikur fram á föstudagskvöld og hefst klukkan 20:15.

Myndir úr leiknum: Palli Jóh

Viðtal við Daníel Andra

Viðtal við Emmu Karólínu

Áfram Þór alltaf, alls staðar.