LEIK SEINKAÐ TIL KL. 16 - Lengjubikar: Þór - Keflavík í dag

Þórsarar hefja leik í Lengjubikarnum í Boganum í dag kl. 16. Keflvíkingar koma norður. ATHUGIÐ AÐ LEIKNUM HEFUR VERIÐ SEINKAÐ UM 60 MÍNÚTUR FRÁ UPPHAFLEGRI ÁÆTLUN.

Stuðningsmenn eru hvattir til að mæta í Bogann og hvetja strákana okkar til dáða. Aðgangur kostar 1.000 krónur. Fyrir þau sem ekki komast í Bogann bendum við á vefútsendingu á Þór TV - ThorTV — Livey - en þar kostar einnig 1.000 krónur að horfa. 

Þór er í riðli 4 í A-deild ásamt Fjölni, Keflavík, Fylki, K.A. og Þrótti. 

Leikir Þórs:

Sunnudagur 12. febrúar kl. 16 í Boganum: Þór - Keflavík (Þór TV)
Laugardagur 18. febrúar kl. 15 á Fylkisvelli: Fylkir - Þór
Laugardagur 25. febrúar kl. 15:00 í Boganum: Þór - Fjölnir (Mögulega á Þór TV, ekki staðfest)
Fimmtudagur 2. mars kl. 19:30 í Boganum: K.A. - Þór
Laugardagur 11. mars kl. 15:00 á Þróttarvelli: Þróttur - Þór

Mótið á vef KSÍ. Tveimur leikjum er nú þegar lokið í riðlinum, Keflavík sigraði K.A. og Fjölnir sigraði Þrótt.

Þessi lið hafa sex sinnum mæst í deildabikar í gegnum tíðina, fyrst árið 2003, en síðast mættust þau í þessari keppni fyrir tæpum átta árum. Þór hefur unnið tvær viðureignir af þessum sex, tvisvar hefur orðið jafntefli og Keflvíkingar unnið tvisvar. Markatalan er 12-12. Allt hnífjafnt.