Lengjudeild karla kl. 17: Grótta - Þór

Í dag er komið að næstsíðustu umferðinni í Lengjudeild karla. Þór sækir Gróttu heim á Seltjarnarnesið. Leikurinn hefst kl. 17.

Gríðarleg spenna er í neðri hluta deildarinnar þar sem sex lið berjast við að forðast að lenda í öðru fallsæti deildarinnar, en Ægismenn í Þorlákshöfn eru þegar fallnir.

Fjögur lið eru með 23 stig, Þróttur, Grótta, Njarðvík og Selfoss, Þór þar fyrir ofan með 24 og Grindavík með 25. Þór á eftir að mæta tveimur af þessum liðum, Gróttu úti og Grindavík heima.

Leikir sem þessi lið eiga eftir:

6. Grindavík (25) - Selfoss (h), Þór (ú) - markamunur -9
7. Þór (24) - Grótta (ú), Grindavík (h) - markamunur -14
8. Þróttur (23) - Vestri (ú), Afturelding (h) - markamunur -1
9. Grótta (23) - Þór (h), ÍA (ú) - markamunur -1
10. Njarðvík (23) - ÍA (h), Fjölnir (ú) - markamunur - 5
11. Selfoss (23) - Grindavík (ú), Vestri (h) - markamunur - 10

Þór og Grótta hafa mæst 13 sinnum í næstefstu deild Íslandsmótsing og Þórsarar oftar haft betur. Fyrri viðureign þessara liða í sumar lauk með 3-1 sigri Þórs, en Grótta vann báðar viðureignirnar, 1-0.

Leikur Gróttu og Þórs verður sýndur á YouTube rás Lengjudeildarinnar.