Lið og leikmenn frá Þór/KA og KA/Þór tilnefnd hjá K.A.

KA/Þór kemur til greina sem lið ársins hjá K.A. Mynd: Skapti Hallgrímsson/akureyri.net
KA/Þór kemur til greina sem lið ársins hjá K.A. Mynd: Skapti Hallgrímsson/akureyri.net

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, knattspyrnukona hjá Þór/KA, og Agnes Vala Tryggvadóttir, handboltakona hjá KA/Þór, er á meðal þeirra ungu einstaklinga sem tilnefndir eru til Böggubikarsins hjá K.A. Sá bikar er veittur einstaklingi sem þykir efnilegur í sinni grein og ekki síður sterkur félagslega.

Knattspyrnulið Þórs/KA í 3. flokki og handboltalið KA/Þórs í meistaraflokki eru á meðal liða sem koma til greina sem lið ársins hjá félaginu. Val á liði ársinis hjá K.A. verður tilkynnt á 95 ára afmælisfagnaði félagsins. 


Hópur leikmanna úr 3. flokki Þórs/KA eftir að A1-liðið hafði tryggt sér bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn í haust, ásamt því að A2-liðið varð deildarmeistari í B-riðli og þriðja liðið frá Þór/KA í 3. flokki hafði unnið til silfurverðlauna á Íslandsmóti B-liða. Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson.