Líf farið að færast í handboltann eftir sumarfrí

Nýjasti leikmaður okkar veit hvernig hlutirnir eiga að ganga fyrir sig eftir fund með Gunna Mall!
Nýjasti leikmaður okkar veit hvernig hlutirnir eiga að ganga fyrir sig eftir fund með Gunna Mall!
Það er farið að færast líf og fjör í handboltann hjá Þór, leikmenn að koma sér í skóna og byrja maka á sig harpexi.
Nýjasti Þórsarinn Kokí eða Kostadin Petrov lenti í gær ásamt Stevce, svo er von á Jonn Róa í dag. Kokí skrapp í Hamar í morgun og fékk Gunna Mall beint í æð, það er góð byrjun á vonandi farsælum ferli í búningi Þórs
Og að sjálfsögðu ferðast okkar leikmenn með Niceair til og frá Akureyri. Þvílík snilld að leikmenn okkar geti lent hér í heimabæ okkar fyrirhafnarlaust