Lítið skorað í jafntefli Akureyrarliðanna

Þórsarar mættu ungmennaliði KA í Grill 66 deildinni í gærkvöld. Liðin skildu jöfn, 18-18.

  • KA-U - Þór 18-18 (9-8)

Þórsarar voru einu marki undir eftir fyrri hálfleikinn og sá munur jókst um tíma í fimm mörk í fyrri hluta seinni hálfleiksins. Það var ekki fyrr en um miðjan seinni hálfleikinn sem þeir fóru að saxa á forskotið og náðu lokst að jafna í 13-13 þegar um 11 mínútur voru eftir. Jafnt vr á öllum tölum eftir það, en Þórsarar oftast á undan að skora. Lokaniðurstaðan 18-18.

Tölurnar

Þór
Mörk: Brynjar Hólm Grétarsson 5, Viðar Ernir Reimarsson 4, Halldór Kristinn Harðarson 4, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Sigurður Ringsteð Sigurðsson 1, Hilmir Kristjánsson 1, Aron Hólm Kristjánsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 11 (37,9%)
Refsingar: 8 mínútur

K.A.-U
Mörk: Arnór Ísak Haddsson 9, Hugi Einarsson 2, Skarphéðinn Ívar Einarsson 2, Haraldur Bolli Heimisson 2, Jóhann Bjarki Hauksson 1, Aron Daði Stefánsson 1, Ernir Elí Ellertsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 8 (30,8%)
Refsingar: 10 mínútur

Þórsarar eru með þrjú stig að loknum tveimur leikjum, jafnir Fjölni, en ÍR er eina liðið sem hefur unnið báða leikina og er á toppnum með fjögur stig.

Næsti leikur Þórs er útileikur gegn ungmennaliði Hauka í Hafnarfirði laugardaginn 7. október.