Ljótur leikur og mörgum heitt í hamsi

Ljótur leikur og mörgum heitt í hamsi

Þegar Þór og K.A. hafa mætast á knattspyrnuvellinum í gegnum tíðina, hefur það komið fyrir að menn og konur hafa látið kappið bera fegurðina ofurliði.

Fyrir rétt um 77 árum eða sunnudaginn 27. október 1946 mættust meistaraflokkar Þórs og K.A. í knattspyrnu í sögufrægum leik. Leikurinn var talinn „ljótur“ og sumir reiðir KA megin svo lá við handalögmáli.

Sagt var að Þór hafi átt leikinn (sögðu Þórsmenn) en brenndu voðalega af við markið. Töldu menn að eitt vafamark hvoru megin hafi litið dagsins ljós í leiknum. Úrslit urðu þau að Þór vann leikinn 3:2 og dómari var Jakob Gíslason.

Sló boltann úr höndum markmanns. Síðar vitnaðist að Dúlli (Júlíus B. Magnússon) hafi slegið knöttinn úr höndum markvarðar K.A. og setti síðan mark, en dómari leiksins sá ekki atvikið og dæmdi mark!!

Frásögn þessi er fengin úr dagbók formanns Þórs 1940-1948.