Markverðir í aðalhlutverki í tapi KA/Þórs

Þau urðu ekki mörg, mörkin sem skoruð voru í leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olísdeildinni á laugardaginn. Samtals skoruðu liðin 35 mörk. Markverðir liðanna vörðu samtals 32 skot.

Stjarnan hafði betur í leiknum, sigraði 19-16. Leikurinn var jafn framan af fyrri hálfleik en fljótlega náði Stjarnan þriggja marka forystu og jók hana svo í fimm mörk fyrir hlé, staðan 11-6 í leikhléi. Stjarnan hélt svo svipaðri forystu þar til um fjórðungur var eftir af leiknum, en þá skoraði KA/Þór þrjú mörk í röð og minnkaði muninn í þrjú mörk, 17-14, en komust þó ekki nær og lokatölurnar 19-16.

KA/Þór heldur fimmta sætinu þrátt fyrir tapið, en Haukar unnu Selfoss á sama tíma og eru KA/Þór og Haukar nú aftur jöfn að stigum, með 12 stig. KA/Þór á þó leik inni gegn ÍBV.

Mörk og varin skot

KA/Þór
Mörk: Hildur Lilja Jónsdóttir 4, Nathalia Soares 4, Lydía Gunnþórsdóttir 3, Anna Mary Jónsdóttir 2, Kristín A. Jóhannsdóttir 2 og Anna Þyrí Halldórsdóttir 2.
Varin skot: Matea Lonac 15 (44,1%).

Stjarnan
Mörk: Anna Karen Hansdóttir 7, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Helena Rut Örvarsdóttir 3, Eva Björk Davíðsdóttir 1, Hanna Guðrún Hauksdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 17 (53,1%).

Leikskýrslan á vef HSÍ.
Tölfræði leiksins á Hbstatz.is.

Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Selfyssingum sunnudaginn 26. febrúar kl. 14:30.