Minnum á golfmót KKD Þórs!

Minnum á skráningu á opið golfmót körfuknattleiksdeildar Þórs, sjá nánari upplýsingar á golf.is.
Í fyrra tóku 136 þátt og skemmtu sér konunglega. Eins og alltaf á þessu móti er fjöldi flottra vinninga frá ómetanlegum styrktaraðilum. Í ár bætist við 100.000 kr gjafabréf frá Niceair fyrir holu í höggi!
Hvetjum ykkur til að skrá ykkur, eiga skemmtilegan dag og styrkja í leiðinni körfuknattleik á Akureyri.