Mjólkurbikarinn: Þór/KA mætir Keflavík í dag

Þór/KA hefur leik í Mjólkurbikarkeppninni í dag með útileik gegn Keflvíkingum í 16 liða úrslitum keppninnar.

Liðin í Bestu deildinni bíða af sér fyrstu tvær umferðirnar í Mjólkurbikarkeppninni, en bætast svo í pottinn þegar dregið er til 16 liða úrslitanna. Þór/KA og Keflavík drógust saman og fer leikur liðanna fram í Keflavík. Leikurinn hefst kl. 16 og verður í beinni útsendingu hjá Rúv sjónvarpi.

Þór/KA og Keflavík hafa þrisvar sinnum mæst í bikarkeppni kvenna, 2006, 2012 og 2020, í öll skiptin í 16 liða úrslitum. Keflavík vann fyrsta leikinn, en Þór/KA sigraði 2012 og 2020. 

Hér má sjá leikina í 16 liða úrslitunum sem fram fara í dag, á morgun og mánudag.