Mjólkurbikarkeppnin að hefjast

Þórsarar mæta liði KF í annarri umferð Mjólkurbikarkeppninnar í Boganum á skírdag.

Tíminn flýgur og fótboltatímabilið er að fara á fullt eftir æfinga- og undirbúningsmót. Mjólkurbikarkeppnin hófst í lok mars og nú er komið að annarri umferð. Þórsarar mæta KF á skírdag, fimmtudaginn 6. apríl, og verður leikið í Boganum. Leikurinn hefst kl. 15.

Þórsarar eru hvattir til að mæta í Bogann - best að fylla bara stúkuna - og hvetja okkar menn til sigurs. Nú styttist óðum í að keppni í Lengjudeildinni hefjist og kjörið tækifæri að mæta í Bogann á morgun og gefa strákunum gott klapp á bakið núna þegar alvaran er að hefjast.

Aðgangur á leikinn kostar 1.500 krónur fyrir fullorðna. Aðeins er hægt að kaupa miða við innganginn - en þegar keppni í Lengjubikarnum hefst mun knattspyrnudeildin einnig verða með miðaforritið Stubb í sinni þjónustu og þar verður hægt að kaupa miða í sumar.

Fyrir þau sem ekki komast á leikinn er einnig hægt að fylgjast með honum í Þór TV - smellið hér til að horfa - kostar 1.000 krónur að horfa.