Naumt tap Þórsara í Hólminum

Þórsarar hófu keppni í 1. deild karla í körfubolta á föstudagskvöld. Þeir heimsóttu Snæfell í Stykkishólmi og töpuðu naumlega með þriggja stiga mun.

Þórsarar höfðu yfirhöndina lengst af og höfðu 18 stiga forskot um miðjan þriðja leikhluta. Snæfell náði að minnka muninn niður í fimm stig fyrir lokafjórðunginn, jöfnuðu svo fljótlega í fjórða leikhluta og náðu að halda út, lítill munur á lokamínútunum og þriggja stiga sigur Snæfells niðurstaðan.

Snæfell - Þór (19-24) (25-26) 44-50 (25-24) (24-16) 93-90

Harrison Butler var atkvæðamestur Þórsara með 28 framlagspunkta, skoraði 31 stig, tók sjö fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Jason Gigliotti var næstur með 25 framlagspunkta, skoraði 17 stig, tók 11 fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Þór - stig/fráköst/stoðsendingar

Harrison Butler 31/7/2, Jason Gigliotti 17/11/1, Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson 19/3, Smári Jónsson 10/6/1, Baldur Örn Jóhannesson 9/8/4, Hákon Hilmir Arnarsson 4/1/1.

Ítarleg tölfræði leiksins á kki.is.

Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn KR fimmtudaginn 12. október kl. 19:15, en það er jafnframt fyrsti heimaleikur liðsins á tímabilinu.

  • 1 deild karla
  • Leikur: Þór - KR
  • Staður: Íþróttahöllin á Akureyri
  • Dagur: Fimmtudagur 12. okbóter
  • Tími: 19:15