NiceAir liðamót Píludeildar Þórs

Það er svo sannarlega nóg um að vera hjá okkur í Píludeild Þórs þessa daganna.

Liðamótið okkar byrjar 15. september nk. og er með svipuðu sniði og fyrirtækjamótið sem var hjá okkur í vor. 

Mótið verður vikulega á fimmtudagskvöldum. Lágmark þrír keppendur geta myndað lið og hámark 6 eru í hverju liði. Ekki er leyfilegt að færa sig á milli liða þegar liðamótið er hafið (frá og með fyrsta keppniskvöld). Eftir að mótið byrjar er leyfilegt að gera eina breytingu á liðinu og verður að tilkynna þá breytingu á pila@thorsport.is

Dregið verður í riðla þegar skráningu er lokið.

Fyrirkomulagið er eftirfarandi:

3x einmennings leikir  501 best of 3,

1x Tvímenningur leikur 501  best of 3,

1x Tvímenningur leikur krikket best of 3

3x einmennings krikket leikir best of 3

3x einmennings leikir 301 (double in/double out) best of 3

1x einmennings leikur 501 best of 7 (3 keppendur í hvoru liði spila)

Eitt stig fæst fyrir sigur í hverri viðureign nema í síðustu (best of 7 leiknum) þar eru tvö stig í boði. Í heildina eru 13 stig í pottinum.

Skráning fer fram á pila@thorsport.is og eða í skráningarformi hér að neðan. Taka þarf fram hver er fyrirliði liðsins og hverjir mynda liðið.

Skráningu liða lýkur 8. sept nk. Keppnisgjald er 15.000 kr. á hvert lið.

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSedEgx6NXhMcDDYncWOJ-DTcy7wNa-f36pNAQ3vTipCMEx1DA/viewform?usp=pp_url