Samningurinn handsalaður
Nikola Radovanovic hefur samið við handknattleiksdeild Þórs um að leika með liðinu í Olís deildinni á komandi tímabili.
Nikola er serbneskur markmaður sem kemur frá gríska liðinu Ionikos en hann hefur einnig leikið í efstu deild í heimalandinu.
Hann er 27 ára gamall og 193 sentimetrar á hæð.
Keppni í Olís deildinni hefst þann 5.september næstkomandi þegar ÍR-ingar koma í heimsókn í Íþróttahöllina á Akureyri.