Nú árið er liðið - Annáll knattspyrnudeildar 2025

Knattspyrnudeild gerir upp árið 2025 hjá meistaraflokki karla og verður hér stiklað á stóru yfir það helsta sem dreif á daga Þórsliðsins á árinu með okkar helstu samstarfsaðilum.

Janúar með Macron

Þór og Þór/KA í Macron | Þór

- Orri Sigurjónsson gekk að nýju í raðir Þórs eftir tveggja ára veru hjá Fram. Orri gerði eins árs samning við Þór.

- Tilkynnt var um samstarf LifeTrack og Þór en með því kom Ingi Torfi Sverrisson, stofnandi LifeTrack, inn í þjálfarateymi meistaraflokks sem næringarþjálfari.

- Einar Freyr Halldórsson hélt til Belgíu þar sem hann fór til reynslu hjá belgíska úrvalsdeildarliðinu Westerlo og dvaldi þar í eina viku ásamt Arnari Geir Halldórssyni, yfirþjálfara Þórs.

- Þór og Magni spiluðu styrktarleik Bigga Rauða. Allur ágóði af leiknum rann til Birgis Þórs Þrastarsonar og fjölskyldu hans til að aðstoða þau í kjölfar fæðingu tvíburadrengja þeirra sem fæddust þremur mánuðum fyrir tímann í desember 2024.

- Fílbeinsstrendingurinn Yann Emmanuel Affi skrifaði undir tveggja ára samning við Þór en hann kom til okkar frá hvít-rússneska stórveldinu BATE Borisov

- Fjórir Þórsarar voru valdir til æfinga með U16 og U17 landsliðum Íslands; Ásbjörn Líndal Arnarsson, Einar Freyr Halldórsson og Sverrir Páll Ingason með U17. Kristófer Kató Friðiksson með U16.

Febrúar með Samskip

Fjölmiðlatorg - Samskip

Lengjubikarinn

Afturelding – Þór 4-0

Þór – HK 4-1 (Atli Þór Sindrason, Ingimar Arnar Kristjánsson 2x, Vilhelm Ottó Biering Ottósson)

- Kanadíski knattspyrnumaðurinn Clement Bayiha skrifaði undir eins árs samning við Þór en hann kom til okkar frá York United í Kanada.

- Sjö Þórsarar voru valdir til æfinga með yngri landsliðum Íslands. Pétur Orri Arnarson og Víðir Jökull Valdimarsson með U19, Einar Freyr Halldórsson og Sverrir Páll Ingason með U17. Kristófer Kató Friðiksson með U16 og Smári Signar Viðarsson með U15.

Mars með Bónus

Bónus - Ungmennafélagið Afturelding

Lengjubikarinn

Þór – ÍR 1-0 (Ingimar Arnar Kristjánsson)

Þór – FH 2-2 (Sigfús Fannar Gunnarsson 2x)

- Tækniskóli Þórs fór fram í vetrarfríi grunnskóla Akureyrarbæjar þar sem þjálfarar meistaraflokks ásamt leikmönnum buðu upp á skemmtilegar aukaæfingar fyrir áhugasama fótboltakrakka.

- Leikmannakynning fór fram fyrir fullu húsi í Hamri þar sem Gauti Bauti sá um að matreiða snitzel ofan í mannskapinn.

- Þrír Þórsarar léku með U17 landsliði Íslands í milliriðli EM sem fram fór í Póllandi; þeir Ásbjörn Líndal Arnarsson, Einar Freyr Halldórsson og Sverrir Páll Ingason. Í hópnum voru einnig Þórsararnir Egill Orri Arnarsson og Sigurður Jökull Ingvason sem eru nú á mála hjá Midtjylland.

- Þór tryggði sér sigur í Kjarnafæðimótinu með sigri á KA í vítaspyrnukeppni á Greifavellinum.

- Þór frumsýndi nýja keppnisbúninga frá Macron í sigrinum á KA.

- Knattspyrnudeild Þórs og flísaverslunin Vídd framlengdu samstarfssamning sinn. Samningurinn felur meðal annars í sér að vörumerki Vídd mun prýða alla keppnisbúninga Þórs í meistaraflokki og yngri flokkum næstu árin.

Apríl með Landsbankanum

Landsbanki - Wikipedia

Mjólkurbikar

Þór – Magni 7-0 (Ibrahima Balde 2x, Einar Freyr Halldórsson, Sigfús Fannar Gunnarsson, Aron Ingi Magnússon, Atli Þór Sindrason, Sverrir Páll Ingason.

Þór – ÍR 3-1 (Clement Bayiha, Sigfús Fannar Gunnarsson, Peter Ingi Helgason)

- Okkar menn héldu í æfingaferð til Tenerife og æfðu við toppaðstæður í 10 daga.

Myndlýsing ekki til staðar.

Maí með Hrímlandi og AK geymslum

Hrímland | Cottage and Apartment Accommodation in Akureyri - Hrímland  Akureyri

AK Geymslur www.akgeymslur.is | Hugverkastofan

Lengjudeild

Þór – HK 1-1 (Ibrahima Balde)

Leiknir R. – Þór 1-4 (Atli Þór Sindrason, Sigfús Fannar Gunnarsson 2x, Vilhelm Ottó Biering Ottósson)

Þór – Keflavík 2-4 (Sigfús Fannar Gunnarsson, Ingimar Arnar Kristjánsson)

Grindavík – Þór 3-4 (Sjálfsmark andstæðings, Sigfús Fannar Gunnarsson 2x, Orri Sigurjónsson)

Þór – Fylkir 4-1 (Clement Bayiha, Ibrahima Balde, Sverrir Páll Ingason, Sigfús Fannar Gunnarsson)

Þór – Völsungur 1-3 (Hermann Helgi Rúnarsson)

Mjólkurbikar

Selfoss – Þór 1-4 (Ibrahima Balde 2x, Ingimar Arnar Kristjánsson, Einar Freyr Halldórsson)

- Árlegt herrakvöld Þórs fór fram í íþróttahúsinu við Síðuskóla. Líkt og undanfarin ár seldist upp á herrakvöldið sem er orðinn fastur liður hjá Þórsurum í maímánuði.

- Kristófer Kató Friðriksson var valinn í U16 og tók þátt á UEFA Development móti í Svíþjóð.

- Rúnar Daði Vatnsdal Sveinsson og Smári Signar Viðarsson voru valdir í æfingahóp U15.

- Hinn 17 ára gamli Einar Freyr Halldórsson var valinn í U19 ára landslið Íslands fyrir æfingaleik gegn Englandi. Einar meiddist áður en kom að leiknum og tók því ekki þátt.

Myndlýsing ekki til staðar.

Júní með Íslandsbanka

Íslandsbanki hf.: Útboð á sértryggðum skuldabréfum 14. júní • Íslandsbanki

Lengjudeild

Þór – Völsungur 1-3 (Hermann Helgi Rúnarsson)

Þór – ÍR 1-1 (Clement Bayiha)

Njarðvík – Þór 3-1 (Juan Guardia Hermida)

Þór – Selfoss 2-0 (Sigfús Fannar Gunnarsson, Ragnar Óli Ragnarsson)

Fjölnir – Þór 0-5 (Ibrahima Balde 3x, Hermann Helgi Rúnarsson, Aron Ingi Magnússon)

Mjólkurbikar

Vestri – Þór 2-0

- Aron Ingi Magnússon skrifaði undir framlengingu á samningi sínum út keppnistímabilið 2027.

- Kristófer Kató Friðriksson (2009) skrifaði undir sinn fyrsta samning við knattspyrnudeild Þórs.

Myndlýsing ekki til staðar.

Júlí með VÍS

VÍSINDAFERÐ VÍS!!🥂

Lengjudeild

Þór – Þróttur 1-2 (Rafael Victor)

Þór- Leiknir R. 2-0 (Aron Ingi Magnússon, Juan Guardia Hermida)

HK – Þór 1-2 (Ibrahima Balde, Sigfús Fannar Gunnarsson)

Keflavík – Þór 2-2 (Christian “Greko” Jakobsen, Sigfús Fannar Gunnarsson)

Þór – Grindavík 2-0 (Rafael Victor, Sjálfsmark andstæðings)

- Ibrahima Balde skrifaði undir framlengingu á samningi sínum út keppnistímabilið 2027.

- Pollamót Þórs og Samskipa var á sínum stað í byrjun mánaðarins þar sem keppendur voru um það bil 900 talsins sem gerir mótið í ár eitt af þeim fjölmennari í sögunni. Um var að ræða 39.Pollamótið

- Danski knattspyrnumaðurinn Christian “Greko” Jakobsen samdi við Þór út árið 2027. Greko kom til Þórs frá Hvidovre í Danmörku.

- Peter Ingi Helgason Jones (2008) skrifaði undir sinn fyrsta samning við knattspyrnudeild Þórs.

- Dagbjartur Búi Davíðsson gekk til liðs við Þór á láni frá KA.

- Pétur Orri Arnarson (2007) skrifaði undir framlengingu á samningi sínum út keppnistímabilið 2027 og var um leið lánaður til Völsungs.

Myndlýsing ekki til staðar.

Ágúst með AK Pure Skin

AK PURE SKIN (@akpureskiniceland) · Reykjavík

Lengjudeild

Fylkir – Þór 1-2 (Juan Guardia Hermida, Einar Freyr Halldórsson

Völsungur – Þór 2-5 (Rafael Victor, Ibrahima Balde, Einar Freyr Halldórsson, Kristófer Kristjánsson, Sigfús Fannar Gunnarsson)

ÍR – Þór 0-1 (Sigfús Fannar Gunnarsson)

Þór – Njarðvík 3-1 (Sigfús Fannar Gunnarsson, Rafael Victor, Ingimar Arnar Kristjánsson

Selfoss – Þór 3-2 (Ibrahima Balde, Sigfús Fannar Gunnarsson)

- Rúnar Daði Vatnsdal Sveinsson og Smári Signar Viðarsson voru valdir í æfingahóp U15.

Myndlýsing ekki til staðar.

September með atNorth

atnorth :: SDIA

Lengjudeild

Þór – Fjölnir 2-1 (Clement Bayiha, Sigfús Fannar Gunnarsson)

Þróttur – Þór 1-2 (Sigfús Fannar Gunnarsson, Ingimar Arnar Kristjánsson

Lokastaða í deild – 1.sæti af 12 liðum

45 stig – 14 sigrar, 3 jafntefli og 5 töp.

51 mark skorað, 31 mark fengið á sig.

Markahæstur: Sigfús Fannar Gunnarsson, 15 mörk.

- Á lokahófi knattspyrnudeildar var Sigfús Fannar Gunnarsson valinn leikmaður ársins, Atli Þór Sindrason efnilegastur og Ibrahima Balde leikmaður leikmanna.

- Þórsarar voru áberandi í vali á liði ársins hjá Fótbolti.net. Sigurður Heiðar Höskuldsson var valinn þjálfari ársins, Sigfús Fannar Gunnarsson leikmaður ársins og Einar Freyr Halldórsson efnilegasti leikmaður deildarinnar. Í liði ársins voru auk Einars og Sigfúsar Þórsararnir Aron Birkir Stefánsson, Yann Emmanuel Affi og Ibrahima Balde auk þess sem Ragnar Óli Ragnarsson var á bekknum í liði ársins.

Myndlýsing ekki til staðar.

Myndlýsing ekki til staðar.

- Einar Freyr Halldórsson var valinn í U19 og tók þátt í æfingamóti í Slóveníu með liðinu.

- Smári Signar Viðarsson var valinn í U16 og tók þátt í æfingamóti í Finnlandi með liðinu þar sem Smári lék sína fyrstu landsleiki.

- Þórsarar urðu Íslandsmeistarar í 2.flokki karla eftir sigur á Breiðablik í hreinum úrslitaleik í Boganum. Strákarnir áttu frábæran lokakafla í mótinu; skoruðu 34 mörk í níu leikjum í lotu 3 þar sem sjö leikir unnust, einn endaði með jafntefli og eitt tap. Um var að ræða fyrsta Íslandsmeistaratitil Þórs í þessum aldursflokki.

Þjálfarar 2.flokks voru Arnar Geir Halldórsson, Aðalgeir Axelsson, Ármann Pétur Ævarsson og Franko Lalic markmannsþjálfari.

Myndlýsing ekki til staðar.

Október með Ölgerðinni

Ölgerðin - Fjölmiðlar

- Einar Freyr Halldórsson fór til reynslu hjá norska úrvalsdeildarliðinu Brann. Einar æfði með aðalliði og varaliði félagsins í eina viku. Með honum í för var Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs.

- Sigurður Heiðar Höskuldsson framlengdi samning sinn sem þjálfari Þórs til næstu þriggja ára.

- U18 ára lið Þórs tók þátt í Nordic Cup, sterku æfingamóti í Noregi þar sem önnur þátttökulið voru Viking Stavanger, AIK, Viborg, Brann, Brommapojkarna, Groningen og Þróttur.

- Tilkynnt var um að Sveinn Leó Bogason yrði ekki áfram aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla eftir fjögurra ára starf.

- Kristófer Kató Friðriksson var valinn í U17 sem tók þátt í undankeppni EM í Georgíu. Íslenska liðið vann báða sína leiki gegn Georgíu og Grikklandi og komst áfram í næstu umferð. Arnar Geir Halldórsson, yfirþjálfari Þórs, tók einnig þátt í verkefninu sem aðstoðarþjálfari íslenska liðsins.

- Lucas Vieira Thomas (2009) fór til reynslu hjá svissneska úrvalsdeildarliðinu Winterthur þar sem hann æfði með unglingaliðum félagsins.

- Einar Freyr Halldórsson framlengdi samning sinn út keppnistímabilið 2028.

- Eiður Benedikt Eiríksson var ráðinn til starfa sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Samhliða því var Eiður ráðinn sem yfirmaður leikmannaþróunar hjá knattspyrnudeild Þórs.

Myndlýsing ekki til staðar.

Nóvember með Goða

Goði | Akureyri

- Rúnar Daði Vatnsdal Sveinsson og Smári Signar Viðarsson voru valdir til æfinga með U16 landsliði Íslands.

- Goðamót númer 83 og 84 fóru fram í Boganum þar sem 5.flokkur karla og 5.flokkur kvenna öttu kappi.

- Ásbjörn Líndal Arnarsson og Einar Freyr Halldórsson tóku þátt í undankeppni EM með U19 ára landsliði Íslands. Í hópnum voru einnig Þórsararnir Egill Orri Arnarsson og Sigurður Jökull Ingvason.

- Skemmtimót knattspyrnudeildar í pílukasti fór fram í píluaðstöðu Þórs í íþróttahúsinu við Laugargötu.

- Atli Sigurjónsson tilkynntur sem nýr leikmaður Þórs. Atli gerir tveggja ára samning við Þór og snýr til baka heim í Þorpið eftir langa dvöl í höfuðborginni þar sem hann lék með KR og Breiðablik.

- Ágúst Eðvald Hlynsson tilkynntur sem nýr leikmaður Þórs. Ágúst gerir þriggja ára samning við Þór og snýr til baka heim í Þorpið eftir langa dvöl víða um heim en Ágúst hefur leikið á Englandi, í Danmörku og með Víking R, Val, Breiðablik, FH og Vestra hér á landi.

Gæti verið mynd af football, soccer og Texti þar sem stendur "OP ば POR Ak AKGaymaltur Se ymslur atnorth TNT AUREYRLN YRI ISlipe Slipp DREG6 L AK PURE SKIN Egils ATLI SIGURJONSSON"

Gæti verið mynd af ‎soccer, football og ‎Texti þar sem stendur "‎©AKGeymsiur ©AKGoymalr ان Ak Gey mslur atnorth DREGG NKUREYRI & LA PURE SKIN ÁGÚST EDVALD HLYNSSON‎"‎‎

Desember með Höldur - Bílaleiga Akureyrar

Sagan | Bílaleiga Akureyrar - Höldur

- Knattspyrnudeild Þórs tilkynnti um framlengingu á samningi þriggja leikmanna. Ragnar Óli Ragnarsson og Sigfús Fannar Gunnarsson framlengdu til 2028 og Ýmir Már Geirsson framlengdi samning sinn til eins árs.

- Markvörðurinn Lucas Vieira Thomas (2009) skrifaði undir sinn fyrsta samning við félagið.

- Hermann Helgi Rúnarsson skrifaði undir nýjan samning til eins árs.

- Skötuveisla Þórs fór fram í Hamri á Þorláksmessu þar sem rúmlega 80 manns gæddu sér á gómsætri skötu.

- Jólamót Þórs og HeiðGuð Byggir fór fram þann 26.desember í Boganum. Góð þátttaka var á mótinu í ár og gleðin við völd frá upphafi til enda.

Myndlýsing ekki til staðar.

_____________________________________

Fylgstu með á samfélagsmiðlum

Við Þórsarar hvetjum allt okkar stuðningsfólk til að fylgjast vel með okkar starfi. Til að vera vel með á nótunum er gott að fylgjast með samfélagsmiðlum félagsins sem eru á tenglunum hér að neðan.

Þangað inn koma reglulegar fréttir úr starfinu auk þess sem viðburðir eru reglulega auglýstir.

Þór – Fótbolti á Facebook

Þór – Fótbolti á X

Þór – Fótbolti á Instagram

Yngri flokkar knattspyrnudeildar Þórs á Facebook

Íþróttafélagið Þór á Facebook

Áfram Þór!