Ný heimasíða í loftið!

Nýja síðan okkar á að einfalda allt viðmót notenda og "stytta" leið fólks að því efni sem það vill sjá. Hún á einnig að vera mun farsímavænni en sú gamla. Eins og svo oft er hætt við smá byrjunarerfiðleikum hér og þar og stuðningsmenn mega endilega vera duglegir að benda okkur á hvað sem er tengt síðunni sem mætti betur fara. En við vonum að Þórsarar síni okkur skilning á því á meðan nýja síðan slítur barnskónum. 

Flest allar deildir félagsins hafa tilnefnt sérstakan fréttaritara til þess að setja inn efni á síðuna og er ætlunin að eitthvað nýtt birtist á síðunni daglega. Einnig ættu stuðningsmenn að geta treyst því að upplýsingar um leiki og alla viðburði hvers konar sé hægt að sjá á síðunni. Einnig birtast flest öll myndbönd og upptökur af ÞórTV og Þórs-podcastinu á síðunni ásamt því að allar tengingar við samfélagsmiðla ættu að vera þægilegri.