Okkar menn á bikarmóti HNÍ - sigur og tap

Tveir fulltrúar Þórs kepptu á bikarmóti Hnefaleikasambands Íslands.
 
Hnefaleikasamband Íslands heldur bikarmót nokkrum sinnum á ári og um nýliðna helgi voru tveir keppendur frá Hnefaleikadeild Þórs þátttakendur í slíku móti. Elmar Freyr Aðalheiðarson sigraði sinn andsæðing, Magnús Kolbjörn frá HFK, 3-0 í +91 kg elite flokki karla. Sveinn Sigurbjarnarson mætti Hafþóri Magnússyni í -75 kg U19 flokki karla og mátti þola 0-3 tap.
 
Upplýsingar um mótið og hnefaleikaíþróttina á Íslandi má finna á heimasíðu Hnefaleikasambands Íslands - hni.is.