Handbolti: Olíseildarsætið gekk Þórsurum úr greipum

Mynd úr fjórða leik einvígisins. Aron Hólm Kristjánsson skoraði mest Þórsara í gær, átta mörk. Mynd:…
Mynd úr fjórða leik einvígisins. Aron Hólm Kristjánsson skoraði mest Þórsara í gær, átta mörk. Mynd: Skapti Hallgrímsson - Akureyri.net.

Keppnistímabilinu hjá karlaliði Þórs í handbolta lauk því miður ekki eins og Þórsarar höfðu óskað sér. Olísdeildarsætið þarf enn að bíða eftir eins marks tap fyrir Fjölni í oddaleik úrslitaeinvígis liðanna í gærkvöld. 

Þórsarar höfðu frumkvæðið lengst af fyrri hálfleiknum og leiddu með þremur mörkum í leikhléi, 14-11. Þórsar náðu fimm marka forskoti með því að skora tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks, en þá kom 6-1 kafli hjá heimamönnum. Fjölnismenn náðu að jafna í 17-17 þegar tæpar 18 mínútur voru eftir af leiknum og komust þremur mörkum yfir, en Þórsarar jöfnuðu í 22-22 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Þá komu tvö mörk frá heimamönnum, en markahæsti maður Þórs, Aron Hólm Kristjánsson minnkaði muninn í eitt mark á lokasekúndum leiksins. Svekkjandi niðurstaða eftir allt sem leikmenn, þjálfarar, stjórn og stuðningsfólk hafa lagt á sig, ekki síst síðastliðnar þrjár vikur.

Fjölnir fer því upp í Olísdeildina ásamt ÍR, en Þórsarar verða áfram í Grill 66 deildinni, næstefstu deild. Eins og áður hefur komið fram hafa undanfarnar vikur tekið sinn toll af liðinu enda spilaði liðið átta leiki frá 9. apríl til 2. maí, ók tvisvar til Ísafjarðar til að spila og þrisvar til Reykjavíkur, samtals yfir 4.500 kílómetra, en vann engu að síður einn leik í hvorri úrslitaseríu. Grill 66 deildin er sérstök að því leyti að aðeins fjögur lið sem þar spiluðu áttu rétt á að keppa um sæti í efstu deild. ÍR varð efst þessara fjögurra liða og fór beint upp. Fjölnir kom næst og sat hjá á meðan Hörður og Þór áttust við. Það munar því talsverðu á álagi á leikmenn liðanna, en vissulega höfðu Fjölnismenn áunnið sér þennan rétt með því að enda í 3. sæti Grill 66 deildarinnar á meðan Þórsarar enduðu í 5. sæti. 

Í viðtali við handboltavefinn, handbolti.is, sagði Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórs, meðal annars: „Finnið annað lið hér á landi sem tilbúið að leggja jafn mikið á sig og Þórsliði hefur gert í vetur og á síðustu vikum.“ Halldór Örn vísar þarna meðal annars til leikjaálagsins undanfarnar vikur.

Fjölnir - Þór 24-23 (11-14)

Nokkrar tölur úr leiknum: 1-4, 5-5, 7-10, 11-14, 11-16, 17-17, 22-19, 22-22.

Fjölnir
Mörk: Björgvin Páll Rúnarsson 7, Elvar Þór Ólafsson 7, Viktor Berg Grétarsson 4, Dagur Logi Sigurðsson 3, Alex Máni Oddnýjarson 2, Óðinn Freyr Heiðmarsson.
Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólfsson 9, Bergur Bjartmarsson 1 (30,3%).
Refsimínútur:  8.

Þór
Mörk
: Aron Hólm Kristjánsson 8, Brynjar Hólm Grétarsson 6, Þormar Sigurðsson 5, Arnór Þorri Þorsteinsson 1, Arnþór Gylfi Finnsson 1, Friðrik Svavarsson 1, Jón Ólafur Þorsteinsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 15 (38,5%).
Refsimínútur: 12.