Öruggur Þórssigur gegn Tindastóli

Öruggur Þórssigur gegn Tindastóli

Þór vann baráttuna um Norðurlandið og grobbrétturinn er Þórs.

Fyrirfram vissu menn ekki við hvernig leik mætti búast við í kvöld þegar Þór og Tindastóll mættust í 1 deild kvenna í körfubolta. Þór lagði Ármann að velli í fyrsta leik með fimm stigum en Tindastóll lagði b lið Breiðabliks með 69 stiga mun.

Leikurinn byrjaði rólega en Þór leiddi framan af fyrsta leikhluta en gestirnir komust yfir 11:13 þegar rúm mínúta lifði af fjórðungnum. En stelpurnar okkar skoruðu fimm siðustu stigin og leiddu með þrem stigum þegar annar leikhlutinn hófst 16:13.

Þórsarar mættu grimmar til leiks í öðrum leikhluta og bættu jafnt og þétt í forskotið sem mest var fimmtán stig og það var sá var munurinn á liðunum í hálfleik 41:26.

Í fyrri hálfleik voru þær Heiða Hlín og Hrefna með 11 stig hvor og Maddie 8 en hjá gestunum var Chloe stigahæst með 10 stig.

Stemningin var Þórsmegin og liðið virkaði í miklu betra formi en gestirnir og fljótlega eftir að síðari hálfleikurinn hófst var ljóst í hvað stemmdi. Þórsarar léku á alls oddi og réðu gestirnir ekkert við sprækt Þórsliðið. Þegar rúmar tvær mínútur lifðu af leikhlutanum hafði Þór náð 24 stiga forskoti 59:35 og það var munurinn á liðunum þegar fjórði leikhlutinn hófst.

Úrslit leiksins voru ráðin aðeins spurning hversu stór sigurinn yrði. Daníel vildi greinilega ekki láta kné fylgja kviði heldur leyfði óreyndari leikmönnum að spreyta sig. í fjórða leikhlutanum komu þrír leikmenn við sögu sem allar eru einungis 14 ára þær Vaka Bergrún Jónsdóttir, Hugrún Birta Bergmannsdóttir og Emma Karólína.

Úr varð að lokakaflinn var jafn en gestirnir unnu leikhlutann með tveimur stigum 15:17 en 22 stiga sigur Þórs staðreynd 74:52 og grobbrétturinn er Þórs.

Gangur leiks eftir leikhlutum 16:13 / 25:13 / 18:9 / 15:17

Þórsliðið var frábært í kvöld og Emma Karólína sem fór á kostum í sýnum fyrsta meistaraflokksleik átti frábæran leik var með 14 stig og 7 fráköst. Þá var Maddie óstöðvandi og setti niður 14 stig og tók 25 fráköst.

Framlag leikmanna Þórs; Emma Karólína 16/7/2, Maddie Sutton 14/25/2, Hrefna Ottósdóttir 15/3/2, Heiða Hlín 12/4/0, Karen Lind 7/3/0, Rut Herner 5/10/3, Valborg Eva 3/1/0, Dögun Hallsdóttir 2/4/2. Að auki spiluðu Hugrún Birta, Jóhanna Björk og Vaka Bergrún en þeim tókst ekki að skora að þessu sinni.

Framlag leikmanna Tindastóls: Chloe Wanink 15/6/0, Emese Vida 13/16/2, Eva Rún 12/5/6, Ingigerður Sól 6/1/1, Klara Sólveig 3/3/0 og Inga Sólveig 3/4/0.

Nánari tölfræði

Myndir Palli Jóh

Viðtal við Maddie Sutton

Viðtal við Daníel Andra