Peter skrifar undir sinn fyrsta samning

Peter Ingi Helgason Jones hefur undirritað leikmannasamning við knattspyrnudeild Þórs.

Samningurinn gildir út 2026 og er fyrsti samningur Peter sem er fæddur árið 2008 og er því á yngsta ári í 2.flokki.

Þessi sautján ára gamli sóknarmaður hefur verið að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki í sumar og skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark í 3-1 sigri á ÍR í Mjólkurbikarnum í apríl. Peter hefur komið við sögu í fjórum leikjum í Lengjudeildinni í sumar.

Peter hefur verið lykilmaður í 2.flokki í sumar þar sem hann hefur skorað 12 mörk í fjórtán leikjum og er markahæstur okkar manna í þeim aldursflokki.

Við óskum Peter til hamingju með fyrsta samninginn og hlökkum til að fylgjast áfram með honum í Þórsbúningnum.