Píludeildin fær viðurkenningu frá Scolia

Davíð Örn Oddsson, formaður Píludeildarinnar, með viðurkenninguna frá Scolia. Myndin er fengin úr Fa…
Davíð Örn Oddsson, formaður Píludeildarinnar, með viðurkenninguna frá Scolia. Myndin er fengin úr Facebook-hópi Píludeildarinnar.

Píludeild Þórs notar og hefur til sölu búnað frá Scolia, sjálfvirkan búnað fyrir stigatalningu og útreikning þegar keppt er í pílukasti.

Deildin fékk nýlega viðurkenningu frá Scolia fyrir gott samstarf. Fram kemur í Facebook-hópi Píludeildarinnar að þar séu til á lager þrjú stykki af Scolia Home-búnaði. Það er auðvitað fullkomin jólagjöf fyrir pílukastarann sem á þegar allt annað sem þarf fyrir pílukastið. Piludeildin hefur reyndar einnig til sölu ýmsan búnað fyrir pílukastið, svo sem pílur, leggi, ljós, spjöld og verndara.

Til að panta vörur frá Píludeildinni má senda póst á pila@thorsport.is eða hringja í 844-3813.