Pílukast: Fyrirtækjamót Píludeildar Þórs hefst á fimmtudaginn!

Nú er komið aftur að því að Píludeild Þórs haldi fyrirtækjamót, en það var síðast haldið í ársbyrjun 2024 og lofar píludeildin góðri skemmtun. Spilað verður á fimmtudögum, skráningarfrestur er til kl 18:00 á morgun (þriðjudag 07.10.2025).

24 fyrirtæki eru skráð til leiks.

Helstu atriði varðandi fyrirkomulag:

  • Spilað verður á fimmtudagskvöldum, fyrst spilað í riðlum og svo útsláttarkeppni.
  • Keppt er í 501 tvímenningi, krikket tvímenningi og 501 og 301 einmenningi.
  • Reglur eru svipaðar og áður og verða keppendur að vera starfandi hjá fyrirtækinu til að geta keppt fyrir hönd þess. Þó er leyfilegt að fá 1-2 lánsmenn á hverju keppniskvöldi ef erfiðlega gengur að manna liðið.
  • Lágmarksfjöldi keppenda á hverju kvöldi eru fjórir og er mælt með að ekki séu fleiri en átta keppendur í hverju liði á keppniskvöldi.
  • Skráning fer fram í gegnum þessa slóð hér: Skráning HÉR
  • Þátttökugjaldið er 30.000 krónur á lið.
  • Mótið hefst fimmtudagskvöldið 9. október.


Upplýsingarpóstur verður sendur á tengiliði fyrirtækja sem hafa skráð sig, þar sem fram kemur tímasetning leikja og þess háttar. Áætlað er að keppni verði tvískipt á keppniskvöldi, keppt verður kl 18:00 og kl 20:00.

Fyrir frekari spurningar er hægt að senda tölvupóst á pila@thorsport.is

Ríkjandi meistarar er lið Kjarnafæðis.