Frá vinstri: Viðar Vald (3-4.sæti), Sunna Valda (1.sæti kvk), Óskar Jónasson (3.-4.sæti), Davíð Odds (1.sæti kk), Vigfús Hjaltalín (2.sæti kk), Kolbrún Gígja (2.sæti kk), Erika Mist (3.-4.sæti kvk). Á myndina vantar Ólöfu Heiðu en hún endaði í 3.4.sæti kvk.
Meistaramótið í 501 einmenning fór fram síðastliðin laugardag en mótið er stærsta innanfélagsmótið á hverju ári hjá Píludeild Þórs og skein einbeitingin úr hverju andliti, 47 karlar og 5 konur kepptu að þessu sinni.
Í karlaflokki var spilað í 8 riðlum og fóru efstu fjórir karlar áfram í 32 manna úrslit en aðrir sátu eftir með sárt ennið.
Fyrirkomulag mótsins var á þá leið að 32 manna úrslit og 16 manna úrslit voru spiluð og svo var gert hlé á mótinu og keppni hófst aftur kl 20:00 á laugardagskvöldið. Fjöldi fólks mætti til að þiggja léttar veitingar og drykki og naut þess að horfa á meðlimi deildarinnar etja kappi.
Að lokum voru það Davíð Örn Oddsson og Vigfús J Hjaltalín sem mættust í úrslitaleik.
Leið Davíðs í úrslitaleikinn:
Leið Vigfúsar í úrslitaleikinn:
Úrslitaleikurinn var sveiflukenndur og ljóst að mikið var í húfi. Leikurinn fór alla leið í oddalegg og var það Davíð sem sigraði að lokum 6-5.
Þetta var fyrsti sigur Davíðs í einmennings meistaramóti en á síðasta ári vann hann 301 tvímenning með Valþóri Atla.
Óskum Davíð innilega til hamingju með sigurinn. 

Í kvennaflokki var spilað í einum riðli og fóru efstu 4 konurnar áfram í undanúrslit. Sama var uppá teningnum hjá konunum en gert var hlé á mótinu eftir riðlakeppni og keppni hélt áfram hjá þeim um kvöldið.
- Hér er hægt að sjá úrslit í riðli hjá konunum:
- Útsláttinn í heild sinni má sjá hér:
Bracket Knockout - TV DartConnect
Í undanúrslitum voru það Sunna Valda og Erika Mist sem mættust og var það Sunna sem hafði betur, 4-1 og tryggði sér í úrslitaleikinn.
Í hinum undanúrslitaleiknum voru það Ólöf Heiða og Kolbrún sem mættust og var það Kolbrún sem hafði betur, 4-2.
Það voru því Sunna Valda og Kolbrún Gígja sem mættust í úrslitaleik um sigur í kvennaflokki. Baráttan var hörð á milli þeirra en á endanum var það Sunna Valda sem varði titilinn og vann 5-3.
Óskum Sunnu innilega til hamingju með sigurinn! 

Stjórn píludeildar Þórs þakkar öllum þeim sem mættu og tóku þátt í meistaramótinu og einnig þeim sem mættu um kvöldið og horfðu á. Frábær stemning var í salnum hjá okkur allan tímann.
