Pílukast: Meistaramót píludeildar Þórs í Krikket

Píludeild Þórs hefur boðað til meistaramóts deildarinnar í Krikket, einmenningi. Mótið verður haldið sunnudaginn 7. apríl.
 
Einungis meðlimir píludeildar hafa þátttökurétt í mótinu. Skráningarfrestur er til kl. 22 föstudaginn 5. apríl. Keppt verður í riðlum og svo útsláttarkeppni eftir það. Ef næg þátttaka fæst verður keppt bæði í kvenna- og karlaflokkum.