Pílukast: Metþátttaka Þórsara í stærsta Íslandsmótinu

Píludeild Þórs á 20 fulltrúa á Íslandsmótinu í 501 í pílukasti sem fram fer á morgun, fjórar konur og 16 karla. 

Mótið fer fram á Bullseye við Snorrabraut í Reykjavík á morgun, sunnudaginn 5. maí. Keppni hefst í riðlum kl. 11, en eftir riðlakeppnina hefst útsláttarkeppni. Í karlaflokki eru samtals 116 keppendur í 32 riðlum (3-4 í riðli) og fara allir áfram úr riðlunum í útsláttarkeppni. 

Í kvennaflokki eru 16 keppendur þannig að píludeild Þórs á fjórðung keppenda þar. Keppendum er skipt í fjóra riðla og fara allir áfram í útsláttarkeppni.

Þetta verður fjölmennasta Íslandsmótið í pílukasti sem haldið hefur verið og auk þess metþátttaka frá píludeild Þórs. 

Keppendur frá píludeild Þórs:

  • Dóra Valgerður Óskarsdóttir
  • Kolbrún Gígja Einarsdóttir
  • Ólöf Heiða Óskarsdóttir
  • Sunna Valdimarsdóttir

  • Andri Geir Viðarsson
  • Aron Stefánsson
  • Björn Helgi Ingimarsson
  • Davíð Örn Oddsson
  • Friðrik Gunnarsson
  • Halldór Ingvar Guðmundsson
  • Hörður Ingi Kristjánsson
  • Jóhannes Jónsson
  • Jón Svavar Árnason
  • Michael Reinhold
  • Óskar Jónasson
  • Sigurður Fannar Stefánsson
  • Snæbjörn Ingi Þorbjörnsson
  • Sverrir Freyr Jónsson
  • Valþór Atli Birgisson
  • Viðar Valdimarsson