Pílukast: Skemmtimót fyrir konur

Píludeild Þórs stendur fyrir skemmtimóti fyrir konur í tilefni af bleikum október. Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.

Mótið fer fram í aðstöðu píludeildarinnar í íþróttahúsinu við Laugargötu fimmtudagskvöldið 26. október. Húsið verður opnað kl. 18:30 og byrjað að spila 19:30.

Spilaður verður tvímenningur og veitt vegleg verðlaun fyrir sigurvegara ásamt útdráttarverðlaunum.

Þátttökugjaldið er 1.000 krónur.

Skráning hér.