Pollamótið nálgast, sjálfboðaliðar óskast

Hið árlega Pollamót Þórs og Samskipa verður haldið á Þórssvæðinu 7. og 8. júlí. Eins og alltaf liggur krafturinn að baki svona móti í því að fá fólkið í félaginu til að leggja hönd á plóg.

Félagið hefur í gegnum árin notið þess að fá öflugt fólk í hin ýmsu störf í kringum mótið og enn biðlum við til hins almenna félagsmanns um að leggja hönd á plóg. Þörf er fyrir fólk á vaktir við ýmis störf, svo sem gæslu og tiltekt, ruslatínslu á mótssvæðinu að degi til, gæslu og tiltekt á balli, barvaktir og fleira. Því fleiri sem skrá sig því auðveldara verður verkið og útkoman betri. Vaktirnar eru stuttar og hægt að velja sér verkefni og tímasetningu við hæfi.

Fótboltamótið stendur yfir um það bil kl. 9-18 á föstudegi og 9-17 á laugardegi, auk kvöldskemmtanaa.

Smellið hér til að fara í skráningarskjal.