„Þjálfaraþjálfun“ handknattleiksdeildar hlýtur samfélagsstyrk Norðurorku

Hér má sjá þann hóp sem hlaut styrk í gær
Hér má sjá þann hóp sem hlaut styrk í gær

Fimmtudaginn 26. janúar úthlutaði Norðurorka samfélagsstyrkjum til alls 58 verkefna á Eyjafjarðarsvæðinu. Unglingaráð handboltans hjá Þór hlaut styrk fyrir verkefniðÞjálfaraþjálfun“. Með því verkefni viljum við fræða þjálfarana hjá okkur með það  leiðarljósi gera góða þjálfara enn betri. Hingað til höfum við verið með skyndihjálparnámskeið og fyrirlestur varðandi næringu og hreyfingu íþróttafólks. Við viljum þakka Norðurorku kærlega fyrir styrkinn og höldum ótrauð áfram í því gera góða þjálfara enn betri.

Á myndinni sést Inda Björk Gunnarsdóttir, ritari unglingaráðs, taka við styrknum úr hendi Eyþórs Björnssonar forstjóra Norðurorku.