Sannkallaður toppslagur þegar Þór tekur á móti Stjörnunni

Sannkallaður toppslagur þegar Þór tekur á móti Stjörnunni

Á morgun miðvikudag tekur Þór á móti toppliði Stjörnunnar í 1. deild kvenna í körfubolta í leik sem fram fer í íþróttahöllinni og hefst klukkan 19:15.

Ekki bara að leikurinn á morgun sé fyrsti heimaleikur ársins hjá stelpunum okkar heldur hafa þá liðið 48 dagar milli leikja hjá liðinu. Síðasti leikur Þórs fór fram í höllinni 7. desember 2022.

Gestir okkar sem eru að þessu sinni Stjarnan úr Garðabæ eru með besta lið deildarinnar í vetur en liðið er taplaust eftir fyrstu tólf umferðirnar. Þór og Stjarnan hafa mæst í tvígang í vetur þ.e. einum deildarleik og svo í VÍSbikarnum. Þegar liðin mættust í deildinni höfðu Garðbæingar öruggan 35 stiga sigur 98:55 en leikurinn í bikarnum var hins vegar jafn en okkar stelpur máttu þola níu stiga tap 93:84.

Í síðasta leik Þórs sem var í íþróttahöllinni 7 desember tapaði Þór fyrir liði Aþenu 75:77 í leik þar sem allt var á suðupunkti í leikslok en stigin voru gestanna þegar upp var staðið.

Síðasti deildarleikur Stjörnunnar var í byrjun janúar gegn b liði Breiðablik lokatölur 102:35. En þrem dögum síðara eða þann tíunda mættu Stjörnukonur liði Keflavíkur í undanúrslitum bikarsins og höfðu Keflvíkingar betur 73:100.

Stjarnan er með gríðarlega breiðan hóp sterkrar leikmanna og engin tilviljun að liðið sé á toppi deildarinnar.

En stelpurnar okkar eru sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig eftir þrettán leiki en í öðru sætinu er Snæfell með 20 stig einnig eftir þrettán umferðir.

Stöðuna í deildinni má sjá HÉR

Við hvetjum fólk til þess að fjölmenna á leikinn og styðja Þór til sigurs. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og miðaverð á leikinn er 2.000 krónur en frítt fyrir 16 ára og yngri.

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hann í beinu streymi á Þór TV.

Við hvetjum fólk til þess að kynna sér þá kosti sem fylgir því að vera meðlimur í Sjötta manninum stuðningsmannaklúbb deildarinnar. Um klúbbinn og skráningu má finna á eftirfarandi slóð https://www.thorsport.is/korfubolti/arskort

Stuðningsmenn fjölmennum og styðjum Þór til sigurs.

Áfram Þór alltaf, alls staðar