Sigur í fyrsta leik sumarsins

Harley Willard
Harley Willard

Þór vann mjög góðan 1-0 sigur á Kórdrengjum í fyrsta leik Lengjudeildarinnar í Boganum í kvöld. Leikurinn var mjög jafn og skiptust liðin á að hafa yfirhöndina. Lítið var um dauðafæri en baráttan í fyrirrúmi.

Á 87 mínútu náðu okkar menn að skora og var þar að verki Harley Willard eftir stungusendingu frá Woo. 

Varnarlína Þórs með þá Bjarka Viðarsson, Birgi Ómar Hlynsson og Elvar Baldvinsson átti mjög góðan leik. Woo átti góða innkomu eftir að Fannar Daði meiddist snemma leiks. Að öðrum ólöstuðum var hins vegar Harley Willard besti leikmaður Þórsliðsins.