Sigur í fyrsta útileiknum

Okkar menn í fótboltanum unnu góðan sigur á útivelli í kvöld þegar Þór heimsótti Leikni í 2.umferð Lengjudeildarinnar.

Leikið var við afar krefjandi og misjafnar veðuraðstæður í Breiðholtinu í kvöld þar sem gekk á með haglélum milli þess sem sólin skein. Okkar menn mættu ákveðnir til leiks og náðu þriggja marka forystu í fyrri hálfleik með mörkum Atla Þórs Sindrasonar, Sigfúsar Fannars Gunnarsson og Vilhelms Ottó Biering Ottóssonar.

Heimamenn minnkuðu muninn í byrjun síðari hálfleiks en Sigfús Fannar gerði endanlega út um leikinn skömmu fyrir leikslok og lokatölur því 1-4 fyrir Þór.

Ítarlega er fjallað um leikinn á eftirtöldum fjölmiðlum og með því að smella á nafn þeirra má lesa umfjöllunina.

Akureyri.net

Fótbolti.net

Næsti leikur Þórs er útileikur gegn Selfossi næstkomandi þriðjudag, 13.maí, í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.