Sigurður Jökull til reynslu hjá FC Midtjylland

Siggi eftir æfingu hjá FC Midtjylland.
Siggi eftir æfingu hjá FC Midtjylland.

Þórsarinn Sigurður Jökull Ingvason dvelur nú í Danmörku þar sem hann æfir með og skoðar aðstæður hjá danska úrvalsdeildarliðinu FC Midtjylland.

Sigurður Jökull er sextán ára gamall markvörður sem skrifaði undir sinn fyrsta leikmannasamning við Þór í vetur og hefur varið markið hjá 2. og 3.flokki á Íslandsmótinu í sumar.

Danska félagið hafði samband við Þór á dögunum og óskaði eftir að fá Sigurð til æfinga og úr varð að hann hélt til Danmerkur fyrir helgi og mun æfa með unglingaliðum félagsins næstu daga. 

Sigurður hefur spilað þrjá landsleiki fyrir yngri landslið Íslands, U15 og U16.

Við óskum Sigga til hamingju með þetta flotta tækifæri og góðs gengis ytra.