Slæmt tap gegn Selfossi

Hlynur Freyr í leik með Þór gegn Stjörnunni. Mynd: Palli Jóh
Hlynur Freyr í leik með Þór gegn Stjörnunni. Mynd: Palli Jóh

 

Slæmt tap gegn Selfossi

Í kvöld var Toni Cutuk stigahæstur Þórs með 23 stig, Tarojae Brake 20 og Smári Jónsson 17.

Þórsarar fengu stórann skell í kvöld þegar liðið sótti Selfoss heim í 1. deild karla í körfubolta heimamenn unnu leikinn með 46 stiga mun 114:68

Það verður að segja eins og það er að það var snemma leiks að brekkan yrði afar brött eins og kom á daginn.

Heimamenn unnu fyrsta leikhlutann með tíu stigum og annan leikhlutann með sjö stigum og höfðu því 17 stiga forskot í hálfleik 53:36.

Síðari hálfleikinn unnu heimamenn með 29 stigum 61:32, lokatölur 114:68.

Toni Cutuk var stigahæstur Þórs með 23 stig, Tarojae Brake 20 og Smári Jónsson 17.

Í liði heimamanna var Arnaldur Grímsson stigahæstur með 26 stig, Srdan Stojanovic (fyrrum leikmaður Þórs) 18 og Ísak Júlíus 15.

Nánari tölfræði

Eftir sex umferðir er Þór sem fyrr á botni deildarinnar án stiga.

Í næstu umferð tekur Þór á móti Ármanni í leik sem fram fer föstudagskvöldið 4. nóvember klukkan 19:15

Áfram Þór alltaf, alls  staðar