Stefán Þór Pétursson nýr formaður körfuknattleiksdeildar

Langstærstu tíðindin í körfuboltanum hjá Þór á tímabilinu eru að kvennaliðið leikur í efstu deild á …
Langstærstu tíðindin í körfuboltanum hjá Þór á tímabilinu eru að kvennaliðið leikur í efstu deild á næsta tímabili. Myndin er tekin í sigurleik liðsins gegn Snæfelli þar sem sætið var tryggt með 3-1 sigri í einvíginu.

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Þórs var haldinn í gær. Hjálmar Pálsson lét þá af embætti sem formaður.

Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar og reikningar, ásamt því að kosið var í stjórn og unglingaráð. Breytingar urðu bæði í stjórninni og unglingaráðinu. Hjálmar Pálsson formaður, Elías Wium, Elín Sif Sigurjónsdóttir, Sigurður Grétar Sigurðsson og Jónas Þór Hafþórsson gáfu ekki kost á sér til stjórnarsetu áfram.

Stefán Þór Pétursson, sem var í unglingaráði, var kjörinn formaður deildarinnar. Hildur Ýr Kristinsdóttir, Jóhann Jónsson, Einar Örn Aðalsteinsson og Jón Ingi Baldvinsson verða áfram í stjórninni, auk þess sem Snæbjörn Kristjánsson kemur nýr inn.

Guðrún Kolbeinsdóttir er áfram formaður unglingaráðs, og þau Auður Karen Gunnlaugsdóttir og Jón Þór Jónsson starfa áfram í unglingaráðinu.

Stjórn körfuknattleiksdeildar
Unglingaráð körfuknattleiksdeildar