Steinþór og Allen unnu gulldeildirnar í Novis-deildinni

Sigurvegarar í 1. umferð í deildum í norðausturhluta Novis-deildarinnar: Dilyan Kolev í silfurdeild,…
Sigurvegarar í 1. umferð í deildum í norðausturhluta Novis-deildarinnar: Dilyan Kolev í silfurdeild, Ágúst Örn Vilbergsson í kopar, Tristan Ylur Guðjónsson í bronsdeild, Allen Castro Dayen í gulldeild og Steinþór Már Auðunsson í gulldeild. Myndir af Facebook-síðu píludeildar.
Fyrsta umferð í Novis-deildinni í pílukasti fór fram á sunnudaginn. 

Gulldeild karla

Sigurvegari: Steinþór Már Auðunsson.

Hæsta útskot: Björn Andri, 160!
Fæstar pílur: Óskar Jónasson, 13 pílur!
Hæsta meðaltal í leik: Sigurður Þórisson, 71,73!

Gulldeild kvenna

Sigurvegari: Allen Castro Dayon.

Hæsta útskot: Sunna Valdimarsdóttir, 87.
Fæstar pílur: Allen Castro Dayon, 26 pílur.
Hæsta meðaltal í leik: Hrefna Sævarsdóttir, 41,19.

Silfurdeild karla

Sigurvegari: Dilyan Kolev.

Hæsta útskot: Edgars Kede Kedza, 136.
Fæstar pílur: Sverrir Freyr Jónsson, 17 pílur.
Hæsta meðaltal í leik: Dilyan Kolev, 68,32.

Bronsdeild karla

Sigurvegari: Tristan Ylur Guðjónsson.

Hæsta útskot: Kristján Örnólfsson, 100.
Fæstar pílur: Kristján Örnólfsson, 17 pílur.
Hæsta meðaltal í leik: Kristján Örnólfsson, 62,63.

Kopardeild karla

Sigurvegari: Ágúst Örn Vilbergsson.

Hæsta útskot: Arnþór Gylfi Finnsson, 67.
Fæstar pílur: Ágúst Örn Vilbergsson, 15 pílur.
Hæsta meðaltal í leik: Ágúst Örn Vilbergsson, 66,31.
Þess má til gamans geta að Ágúst Örn er nýbyrjaður aftur í pílu og verður gaman að fylgjast með honum á næstuni. Að öllum líkindum tekur hann þátt í gulldeildinni í næstu umferð. Virkilega vel gert.
 
Næsta umferð í Novis-deildinni verður spiluð sunnudaginn 26. febrúar.

Ágúst Örn Vilbergsson. Myndirnar eru af Facebook-síðu píludeildarinnar
Tristan Ylur Guðjónsson.

Dilyan Kolev.

Allen Castro Dayon.
Steinþór Már Auðunsson.