Stelpurnar eiga heimaleik en strákarnir útileik

Stelpurnar taka á móti 1.deildar liði Hauka í Mjólkurbikarkeppni kvenna, en um er að ræða leik í 16-liða úrslitum. Leikurinn fer fram á heimavelli okkar Þórsara (og KA manna í þessu tilviki), Salt Pay-vellinum kl.14.00 á morgun, laugardag. Vert er að taka fram að kveikt verður upp í grillinu í Hamri um klukkutíma fyrir leik og verður hægt að fá kaldann drykk og hamborgara á mjög sanngjörnu verði fram að leik!

Á sama tíma verða strákarnir mættir vestur á Ísafjörð þar sem þeir spila gegn heimamönnum í Vestra. Drengirnir okkar eru þegar lagðir af stað í ferðalagið í leikinn og munu hafa næturdvöl í Hólmavík í nótt áður en þeir svo fara síðasta legg leiðarinnar á Ísafjörð á morgun.

Áfram Þór og Þór/KA!