Stelpurnar mæta á parketið á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 21. september hefst keppni í 1. deild kvenna í körfubolta og fyrsta verkefni stelpnanna okkar er að taka á móti liði Ármanns. Liði Ármanns er spáð góðu gengi í vetur og gangi spár eftir mun liðið sigra deildina og leika í efstu deild að ári. Samkvæmt sömu spám mun Þór ljúka keppni í fjórða sæti.

Töluverðar breytingar hafa orðið á liði okkar frá síðasta tímabili en liðið sér á eftir fimm sterkum leikmönnum þeim Ásgerði Jönu, Hrafnhildi Magnúsdóttur og Kötlu Maríu sem eru hættar. Ionna McKenzie verður heldur ekki með og Marín Lind Ágústsdóttir fer í skóla mun leika Arizona Western College.

Nýjar inn koma Maddie Sutton kemur frá Tindastóli, Valborg Eva Bragadóttir kemur frá Skallagrími og Jóhanna Björk Auðunsdóttir Blönduósi.

Í vetur verður leikinn þreföld umferð en auk Þórs í deildinni eru; Stjarnan, Ármann, Snæfell, Hamar-Þór, Breiðablik b, Tindastóll, Aþena/Leiknir/UMFK og KR. Sem fyrr þá verður Daníel Andri Halldórsson þjálfari liðsins.

Allir heimaleikir liðsins fara fram í höllinni og leikjaplanið má nálgast með því að smella HÉR 

Gert er ráð fyrir því að öllum (að undanskildum leikjum sem sjónvarpsstöðvar sýna) heimaleikjum liðsins verði í beinu streymi á ÞórTV.

Miðaverð á leikina er 2.000 krónur en frítt fyrir 16 ára og yngri.

Vert er að hvetja fólk til þess að kynna sér kosti þess að vera aðilar að Sjötta manninum stuðningsmannaklúbbi deildarinnar. Upplýsingar um klúbbinn og skráning smellið HÉR 

Hér að neðan má sjá hvernig leikmannahópur Þórs lítur út.

Áfram Þór alltaf, alls staðar