Stjarnan og Valur sigurvegarar í Minnibolta 10 ára

 

Stjarnan og Valur sigurvegar í Minnibolta 10 ára

Síðustu helgi hélt Körfuknattleiksdeild Þórs úrslitamótið í minnibolta 10 ára hjá bæði drengjum og stúlkum. Alls voru 50 lið í flokki drengja og 15 lið stúlkna. Spilað var í þremur íþróttahúsum á Akureyri, þ.e. Glerárskóla, Síðuskóla og íþróttahöllinni.

Neðri riðlar drengja fóru fram í Íþróttahöllinni þar sem leikið var á þremur völlum, neðri riðlar stúlkna í Síðuskóla á tveimur völlum. A-riðlar drengja og stelpna voru spilaðir í Glerárskóla.

Í 65 liðum má reikna með að fjöldi leikmanna hafi verið á milli 350 og 400 auk fjölda foreldra og þjálfara með hverju liði.

Foreldrar yngri flokka sáu um að manna gæslu og sjoppu auk ýmissa annarra vakta á meðan þjálfarar, eldri leikmenn og meistaraflokkar sáu um að manna dómgæslu leikja og störf ritaraborðs.

Á sunnudegi voru krýndir Íslandsmeistarar í báðum flokkum þar sem Stjarnan varð Íslandsmeistarar í drengjaflokki eftir sigur á Breiðabliki í síðasta leik

Kvennamegin fóru Valstúlkur heim með gullið eftir sigur á Stjörnunni.

Körfuknattleiksdeild Þórs þakkar öllum sem að mótinu komu bestu þakkir fyrir þeirra framlag þessa helgi. Framkvæmd svona móts hefði ekki verið möguleg án þeirra.

Myndir frá körfuboltamótinu eru komnar í myndaalbúm til að opna albúmið smellið HÉR. Myndir Páll Jóhannesson