Styrkjaúthlutun úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA

Úthlutað var úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA í gær, eins og venjan er á fullveldisdeginum 1. desember.

Alls fengu 60 félög og einstaklingar styrk úr sjóðnum, en styrkjunum er úthlutað í þremur flokkum samkvæmt reglugerð sjóðsins, þ.e. til menningar- og samfélagsverkefna, íþrótta- og æskulýðsfélaga og ungs afreksfólks. Úthlutunin nam samtals tæplega 25 milljónum króna.

Meðal styrkþegar eru Íþróttafélagið Þór, KA/Þór handbolti kvenna og Þór/KA knattspyrna kvenna, ásamt einstaklingum tengdum félaginu.

Lista yfir alla styrkþega má finna á vef KEA - sjá hér.